Sýnilega átti Bjarni Ben erfitt með sjálfan sig í Kryddsíldinni. Varð önugur og leiðinlegur. Sem svo oft áður. Ganga má að því sem vísu að Bjarni hafi nú tekið þátt í sinni síðustu Kryddsíld.
Bjarni hefur, að virðist, missa enn stuðning innan Sjálfstæðisflokksins. Staða Bjarni ræst betur þegar ákveðið verður hvenær landsfundur flokksins verður, í næsta mánuði eða í haust. Bjarni og hans tryggasta bakland vill að fundinum verði frestað. Aðrir bara alls ekki.
Mikið kæmi á óvart ef Bjarni nær að fresta fundinum. Þegar eru nokkrir þingmenn komnir í startblokkirnar í keppni um hver verði næsti formaður, varaformaður og kannski líka hver verur ritari.
Þessi hafa vilja til að verða formaður eða varaformaður:
- Guðlaugur Þór Þórðarson
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
- Þórdís K.R. Gylfadóttir
- Diljá Mist Einarsdóttir
- Guðrún Hafsteinsdóttir
Fleiri eiga eftir að bætast við. Bjarni hefur styrkt stöðu þess fólks sem vill vera í forystu flokksins. Það hefur hann gert með hugmyndinni um að fresta fundinum fram á haustið.
Valkyrjunnar þrjár og framganga þeirra eykur eflaust möguleika kvenna innan Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig hann lét í Kryddsíldinni hefur eflaust ekki breikkað veg Bjarna í sæti formannsins. Óvissan í stjórnmálunum í Valhöll heldur þá áfram.
Hér er því slegið föstu að Bjarni verði ekki gestur í næstu Kryddsíld, að ári liðnu.
-sme