- Advertisement -

Síbrotafólk í ráðhúsi Reykjavíkur

Eyþór Arnalds og Vigdís Hauksdóttir boða harða stjórnarandstöðu í Reykjavík.

„Umboðsmaður kemst að þeirri niður­stöðu sem birt var í síðustu viku að mjög skorti á að Reykja­vík­ur­borg tryggi utang­arðsfólki full­nægj­andi aðstoð við lausn á bráðum hús­næðis­vanda í sam­ræmi við ákvæði laga, stjórn­ar­skrár­inn­ar og alþjóðlegra mann­rétt­inda­reglna. Ekki er það gott.“

„Fyrr í þess­um mánuði hafði kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála kom­ist að þeirri niður­stöðu að Reykja­vík­ur­borg hefði brotið jafn­rétt­is­lög við um­deilda ráðningu borg­ar­lög­manns. Ein­hvern tíma hefði það eitt og sér verið stórt frétta­mál.“

„Í síðasta mánuði dæmdi síðan Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur Reykja­vík­ur­borg til miska­bóta sam­kvæmt skaðabóta­lög­um vegna fram­komu skrif­stofu­stjóra skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara. Það þarf tals­vert til að slíkt ger­ist.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Margt bend­ir til þess að illa sé stjórnað hjá Reykja­vík­ur­borg. Að minnsta kosti er margt sem aflaga fer.“

„Stjórn­sýsl­an í Reykja­vík ger­ist ít­rekað brot­leg við bæði lög og regl­ur.“

Þetta eru valin sýnishorn úr grein Eyþórs Arnald, en borgarráð kemur saman til fundar í dag eftir sumarhlé. Vigdís Hauksdóttir hefur þegar boðað hörku á fudninum, einsog Miðjan greindi frá, og miðað við skrif Eyþórs er víst að meirihlutans bíður ekki friðsemd.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: