„Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu sem birt var í síðustu viku að mjög skorti á að Reykjavíkurborg tryggi utangarðsfólki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga, stjórnarskrárinnar og alþjóðlegra mannréttindareglna. Ekki er það gott.“
„Fyrr í þessum mánuði hafði kærunefnd jafnréttismála komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði brotið jafnréttislög við umdeilda ráðningu borgarlögmanns. Einhvern tíma hefði það eitt og sér verið stórt fréttamál.“
„Í síðasta mánuði dæmdi síðan Héraðsdómur Reykjavíkur Reykjavíkurborg til miskabóta samkvæmt skaðabótalögum vegna framkomu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Það þarf talsvert til að slíkt gerist.“
„Margt bendir til þess að illa sé stjórnað hjá Reykjavíkurborg. Að minnsta kosti er margt sem aflaga fer.“
„Stjórnsýslan í Reykjavík gerist ítrekað brotleg við bæði lög og reglur.“
Þetta eru valin sýnishorn úr grein Eyþórs Arnald, en borgarráð kemur saman til fundar í dag eftir sumarhlé. Vigdís Hauksdóttir hefur þegar boðað hörku á fudninum, einsog Miðjan greindi frá, og miðað við skrif Eyþórs er víst að meirihlutans bíður ekki friðsemd.