Fréttir

SFS: Sjómenn njóta góðærisins

By Miðjan

December 08, 2015

Vinnumarkaður „Tekjur sjómanna ráðast af fiskverði á hverjum tíma og þeir hafa notið þess góðæris, sem hefur verið undanfarin ár í sjávarútvegi, þar sem laun þeirra eru hluti af aflaverðmæti fiskiskipaflotans,“ segir í yfirlýsingu SFS. Þar segir einnig að á fundi hjá ríkissáttasemjara 4. desember  hafi fulltrúar sjómanna ákveðið að fresta viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. „Viðræðum hefur ekki verið formlega slitið og eru áfram hjá Ríkissáttasemjara.“

„Frá því samningar voru lausir í ársbyrjun 2011 hafa sjómenn fengið hækkun kauptryggingu og kaupliða í samræmi við hækkanir á almennum markaði. Þótt samningar séu lausir gildir síðasti kjarasamningur þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður.“

„Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa lýst sig reiðubúin til þess að freista þess að ljúka samningum við sjómenn fyrir áramót 2015/2016. En eins og áður er sagt  telja fulltrúar sjómanna ekki ástæðu til þess og hafa ákveðið að fresta viðræðum. SFS er hinsvegar ávallt reiðubúið til viðræðna við fulltrúa sjómanna um endurskoðun kjarasamninga.“