- Advertisement -

SFS segir stærðina ekki skipta máli

Vill að sama gildi um litlar útgerðir og þær stærstu. . „Í öðru lagi telja SFS það brjóta í bága við bæði jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár að veita einum hópi afslátt en ekki öðrum þegar kemur að gjaldi fyrir nýtingu auðlindar.“

Eðlilega skila Samtök fyrirtækja langri og ítarlegri umsögn við frumvarpið um lækkun veiðigjalda. Þar er meðal annars vikið að mismunandi nálgun í ljósi stærðar útgerðarfyrirtækjanna.

„Í frumvarpi því sem hér er fjallað um er hins vegar horfið frá þessari grundvallarforsendu og þeir aðilar sem greiða 30 milljónir króna njóta ekki afsláttar. SFS mótmæla þeirri breytingu. Í fyrsta lagi telja SFS breytingin sé óframkvæmanleg. Ekki er unnt að vita fyrirfram hvort aðili muni greiða meira eða minna en 30 milljónir króna í veiðigjald á tímabilinu, en afsláttur reiknast hjá öllum af fyrstu milljónum eins og lögin kveða á um. Þegar afslátturinn er veittur er því ekki unnt að vita hvort að aðili muni ná hámarkinu sem leiðir til þess að hann fái ekki afslátt. Fráleitt væri þá að aðila væri gert að endurgreiða afsláttinn síðar.

Í öðru lagi telja SFS það brjóta í bága við bæði jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár að veita einum hópi afslátt en ekki öðrum þegar kemur að gjaldi fyrir nýtingu auðlindar. Þá verður aðgerð þessi sérstaklega harkaleg þar sem aðili sem greiðir veiðigjald rétt undir 30 milljónum króna fær fullan afslátt, en aðili sem greiðir 30 milljónir króna eða rétt þar yfir fær engan afslátt. Þá er fyrirkomulag þetta auðsýnilega skaðlegt samkeppni, þar sem einn hópur nýtur verulegrar umbunar frá ríkinu í stórum kostnaðarlið en annar engrar.

Í þriðja lagi verður að hafa í huga að stærðarhagkvæmni er almennt lítil í útgerð. Þannig búa útgerðir, óháð stærð, við sambærilegan rekstrarkostnað hlutfallslega. Engin rök standa af þeim sökum til þess að þeir sem greiða lægra veiðigjald (þar sem þeir veiða minna) fái afslætti umfram þá sem veiða meira. Allir eiga að standa jafnfætis í þessum efnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í fjórða lagi eru engin rök færð fyrir því hvers vegna valið er að taka mið af 30 milljón króna heildarveiðigjaldi á tímabilinu. Erfitt er raunar að sjá að nokkur rök liggi þar að baki.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: