- Advertisement -

Sex þúsund fátæk börn á Íslandi

Ríkið lækkaði barnabætur, fæðingarorlof og húsaleigubætur.

Fleiri en sex þúsund börn búa við fátækt á Íslandi. Mest er fátækt meðal barna öryrkja og einstæðra foreldra.

„Brýnustu verkefni stjórnvalda eru að bæta lífskjör barna einstæðra foreldra, sem oftast eru mæður, og barna örorkulífeyrisþega. Staðan á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á lífskjör barna, sérstaklega barna öryrkja og einstæðra foreldra. Þetta eru meðal meginniðurstaðna nýrrar skýrslu Velferðarvaktarinnar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016,“ segir á vefsíðu Öryrkjabandalagsins.

Ekkert bendi til að stjórnvöld hafi lagt áhersla á að vernda börn á Íslandi fyrir áhrifum kreppunnar né heldur að það hafi verið reynt að bæta lífskjör þegar hagur þjóðarbúsins tók að vænkast.

Ríkið sá til þess að hagur barna batnaði ekki með hækkandi tekjum eftir hrun. Ríkið lækkaði félagslegar greiðslur, svo sem barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum.

Kaupmáttur örorkulífeyristekna hefur staðið í stað eða jafnvel rýrnað undanfarinn áratug. Það segir sig sjálft að þetta hefur ekki haft góð áhrif á börn öryrkja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: