- Advertisement -

SEX STAÐREYNDIR UM SJÓKVÍAELDI Á SUNNUDEGI

Ég ætla að gera tilraun til að fjalla um þessa vofeiflegu heildarmynd á eftir í þætti sem bræðurnir Gunnar Smári Egilsson og Sigurjón Egilsson eru með á Samstöðinni.

Katrín Oddsdóttir.

Katrín Oddsdóttir skrifaði:

1. Andstaða við sjókvíaeldi hefur aldrei mælst meiri á Íslandi en nú. Um 70% eru mótfallinn þessum iðnaði. Í stað þess að una við sitt og halda áfram að græða peninga á þeim stöðum sem sjókvíaeldi er niðurkomin eru fyrirtækin í stórsókn og færa sig inn á sífellt afskekktari og viðkvæmari vistkerfi. Nú er verið að heimila eldi á svæði sem er afar nærri friðlandinu á Vestfjörðun. Hvar endar þetta, á Hornströndum?

2. Samkvæmt fréttum Heimildarinnar var MAST að ráða yfirmann yfir sjókvíaeldi sem hefur ítrekað tjáð sig opinberlega til stuðnings þessum iðnaði. Sá hefur aldrei fengið „bein laun“ frá eldisfyrirtækjum að eigin sögn. Flott það.

Fiskar þjást í fiskeldi. Þetta skrifuðu krakkar í Stapaskóla á gangstétt nærri skólanum sínum.

3. Mannvirkjastofnun gaf út fyrsta byggingaleyfi fyrir sjókvíum í síðustu viku. Það var við hina óspjölluðu náttúruperlu Sandeyri við Snæfjallaströnd í Ísafjaðardjúpi. Stofnunin gætti, að mínu mati, alls ekki að rannsóknarreglu við útgáfuna enda er um að ræða fiskeldissvæði sem samkvæmt skipulagi liggur að hluta innan einkajarðar landeigandans á Sandeyri. Verður að teljast með ólíkindum að ekki hafi verið sett í forgang að gefa út byggingarleyfi fyrir kvíar sem þegar er starfræktar heldur skal vaðið áfram og heimilað eldi lengst frá byggð í ósnerstri náttúru.

4. Samkvæmt lögum um vitamál má ekki hafa mannvirki í leiðarmerkjum frá vitum. Meiri hluti sjókvíaeldis er starfræktur í andstöðu við þessi lög, og þar með í andstöðu við skuldbindingar Íslands á sviði siglingaröryggis.

5. MAST og Umhverfisstofnun hafa gefið út starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi á svæðum þar sem öryggisstofnanir á borð við Landhelgisgæsluna hafa metið útilokað að starfrækja slíkan iðnan vegna öryggi siglingaleiða.

6. Eftir slysasleppinguna í fyrra í Patreksfirði gaf Hafró út yfirlýsingu um að vinna þyrfti áhættumat erfðablöndunar upp á nýtt og slíkt mat hefur stofnunin enn ekki gefið út þrátt fyrir að það hefði lögum samkvæmt átt að koma út í fyrra. Þó gefur MAST út rekstrarleyfi nýtt rekstrarleyfi fyrir þessu sama svæði, sem enn stendur yfir lögreglurannsókn á vegna slysasleppingana í fyrra. Þetta leyfi tekur ekki mark á þeim breytingum sem öryggisstofnanir á borð við Landhelgisgæslu, Vegagerð og Samgöngustofu sögðu að þyrfti að gera til að gæta öryggis siglinga á svæðinu. Svæðið hefur heldur ekki fengið útgefið byggingarleyfi fyrir kvíunum! Áfram gakk – ekkert stopp. Vélmenni valdsins eru ekki mikið að horfa í kringum sig og skoða heildarmyndina.

***

Synir Egils klukkan 12:40 á Samstöðinni. En ekki hvar.

Mér finnst ansi langt gengið í að gæta hagsmuna norskra auðmanna til að auðgast enn frekar í stað þess að verja rétt náttúrunnar og þar með almennings.

***

Einn daginn mun fólk átta sig á því að óspillt náttúra er dýrmætasta auðlindin. Spurningin núna er hversu miklum skaða er hægt að valda þar til almenningur kemur fólki til valda sem skilur þann sannleik?

Ég ætla að gera tilraun til að fjalla um þessa vofeiflegu heildarmynd á eftir í þætti sem bræðurnir Gunnar Smári Egilsson og Sigurjón Egilsson eru með á Samstöðinni. Vonandi ert hægt að grípa í handbremsuna áður en það verður of seint, en ekki er mikla von að finna í íslenskri stjórnsýslu því miður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: