Fréttir

Sex prósenta flokkur í forsætisráðuneytinu

By Miðjan

May 23, 2023

Gunnar Smári skrifaði:

Fylgi Vg mælist minna en Miðflokksins í nýrri könnun Maskínu, aðeins 6,1% en flokkurinn fékk 12,6% í kosningunum 2021 og 16,9% árið 2017. Fylgið er því helmingurinn af því sem var í síðustu kosningum og þriðjungur af því sem var áður en Katrín Jakobsdóttir myndaði núverandi ríkisstjórn. Á sama tíma mælist fylgi Miðflokks Sigmundar Davíðs með 6,4%. Þetta er ekki marktækur munur, en samt er þetta athygli vert. Hefur ekki gerst frá stofnun Miðflokksins.

Sé miðað við Sósíalista þá munar aðeins 0.9 prósentum á fylgi Vg og Sósíalistaflokksins í þessari könnun. Fyrir tveimur mánuðum mældist fylgi þessara flokka jafnt.

Ríkisstjórnin kemur afleitlega út í þessari könnun. Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir tapað 16 þingmönnum, 42% fjöldans. Samanlagt fylgi flokkanna mælist aðeins rúm 35%. Allir flokkarnir eru við neðstu mörk sem þeir hafa mátt þola í könnunum. Ríkisstjórnin er mikil raun fyrir flokkanna.

Samfylkingin heldur áfram flugi sínu, mælist nú með 27,3%. Er miklu stærri en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist aðeins með 19,2%. Það er því fyrst og fremst Samfylkingin sem nýtur falls ríkisstjórnarinnar, minnkandi trausti á hana og fylgi stjórnarflokkanna. Nema þetta sé öfugt, að vöxtur Samfylkingarinnar grafi undan ríkisstjórninni.

En svona skiptast þingmenn samkvæmt könnuninni (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórn:Sjálfstæðisflokkur: 12 þingmenn (-5)Framsóknarflokkur: 6 þingmenn (-7)Vg: 4 þingmenn (-4)Ríkisstjórn alls: 22 þingmaður (-16)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:Samfylkingin: 18 þingmenn (+12)Píratar: 7 þingmenn (+1)Viðreisn: 6 þingmenn (+1)Hin svokallaða frjálslynda miðja: 31 þingmaður (+14)

Ný-hægri andstaðan:Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)Miðflokkurinn: 4 þingmenn (+2)Ný-hægri andstaðan: 7 þingmenn (-1)

Stjórnarandstaða utan þings:Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)

Á myndinni má sá niðurstöður könnunar Maskínu. Könnunin fór fram dagana 4. til 16. maí 2023 og voru 1.726 svarendur sem tóku afstöðu til flokkanna.

Ef við skoðum breytinguna frá kosningum þá er hún þessi:

Þessir bæta við sig:Samfylkingin: +17,4 prósenturPíratar: +2,4 prósenturSósíalistar: +1,1 prósenturMiðflokkur: +1,0 prósentur

Þessi standa í stað:Viðreisn: +0,8 prósentur

Þessir missa fylgi:Framsókn: -7,3 prósenturVg: -6,5 prósenturSjálfstæðisflokkur: -5,2 prósenturFlokkur fólksins: -3,2 prósentur

Ef meta á áhrifin af formennsku Kristrúnar Frostadóttur í Samfylkingunni er best að miða við júlí í fyrra, síðasta mánuðinn áður en hún tilkynnti framboð sitt. Þá eru breytingarnar þessar, sem við getum kallað Kristrúnar-áhrifin á fylgi flokkanna:

Þessir bæta við sig:Samfylkingin: +16,4 prósentur

Þessi standa í stað:Viðreisn: +0,8 prósenturMiðflokkur: +0,4 prósenturSósíalistar: +0,1 prósentur

Þessir missa fylgi:Flokkur fólksins: -1,3 prósenturVg: -1,6 prósenturPíratar: -1,7 prósenturSjálfstæðisflokkur: -5,2 prósenturFramsókn: -8,0 prósentur

Samkvæmt þessu sækir Kristrún mest fylgi til þeirra kjósenda sem gátu hugsað sér að kjósa Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn áður en hún bauð sig fram til formanns.

Fr´éttin birtist fyrst á samstodin.is.