Fréttir

Sex neyðarhafnir eru við Ísland

By Miðjan

June 30, 2014

Öryggi Helguvíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn, Ísafjarðarhöfn, Akureyri/Krossaneshöfn, Reyðarfjarðarhöfn og Vestmannaeyjahöfn eru skilgreindar sem neyðarhafnir, samkvæmt reglugerð sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur undirritað.

Hafnirnar sex eiga vera hæfar til veita öruggt skipalægi eða akkerislægi sem geta tekið á móti nauðstöddum skipum. Tilgangur neyðarhafna er að fyrirbyggja slys og mengun á sjó og draga úr áhrifum þeirra á umhverfi sjávar og stranda, efnahagslífið og heilbrigði íbúa.

Aðgerðaráætlun um það hvernig veita mætti nauðstöddum skipum afdrep í höfnum eða neyðarafdrep á skýldum hafsvæðum var tekin til endurskoðunar í kjölfar komu skipsins Fernanda sl. vetur. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Hermann Guðjónsson, forstjóri Samgöngustofu, undirrituðu nýja aðgerðaráætlun í maí sl. og var hún unnin í samráði við þær hafnir sem nú hafa verið útnefndar sem neyðarhafnir.