- Advertisement -

Setur spurningarmerki við aðferðir forsætisráðherra

Brynhildur Pétusson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagðist á Alþingi setja tórt spurningarmerki við aðferðir, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætirsáðherra, við útdeilingu rúmlega 200 milljóna til menningarminja, og fjallað hefur  verið um í fréttum.

Sigmundur Davíð hafði áður svarað Brynhildi vegna þessa sama máls og hún vitnaði til þess svars þegar hún sagði eitthvað á þessa leið: Síðan vil ég líka koma inn á þær aðferðir sem beitt var við útdeilingu og ég set stórt spurningarmerki við. Það kemur fram í svarinu að styrkveitingar til verkefna af þessu tagi verði ávallt í eðli sínu matskenndar. Það er kannski eitthvað til í því en það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að sjóðir sem veita styrki fara eftir faglegum verklagsreglum, búa til eitthvað matskerfi og gera tilraun til að meta verkefnin og þá þætti sem skipta máli þannig að úthlutunin verði fagleg og umsóknir séu á jafnræðisgrunni. Umsókn, kostnaðaráætlun og þess háttar er síðan jafnvel metið, en eins og ég skil það voru engar umsóknir þannig að ég veit ekki alveg hvaðan kostnaðaráætlunin kom.

Ég spyr því að tvennu. Af hverju þessi flýtir og af hverju ekki að setja þetta fjármagn í fagsjóðina og deila peningum út úr fagsjóðunum, t.d. húsafriðunarsjóði og safnasjóði?

Og þá var komið að forsætiráðherra að svara. Hann sagði meðal annars að styrkirnir hafi verið til atvinnumála. „Það vill svo til að í mörgum tilvikum voru verkefni við menningarminjar, meðal gömul hús, styrkt en það er vegna þess að slík verkefni eru mjög vel til þess fallin að skapa atvinnu, bæði beint vegna þess að að því þurfa að koma iðnaðarmenn, þetta eru oft mannaflsfrekar framkvæmdir og atvinnuleysi í byggingariðnaði hefur eins og þekkt er verið töluvert vandamál, einkum eftir efnahagshrun, en einnig hefur þetta mjög jákvæð efnahagsleg og atvinnuleg áhrif í framhaldinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eins minnstist hann þess að upphaf styrkjanna sé að finna á fyrra kjörtímabili, hjá fyrrverandi ríkisstjórn.

„Ég er ekki að spyrja hvernig hlutirnir voru gerðir í tíð fyrri ríkisstjórnar. Ég held reyndar að það hafi verið faglegra ferli en þetta,“ sagði Brynhildur í framhaldi og þess ber að geta málinu er fjarri lokið, þar sem Brynhildur hefur óskað sérstakrar umræðu á Alþingi um málið.

Miðjan í stórsókn – sífellt fleiri lesa Miðjuna


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: