Fréttir

Setur ofan í við Áslaugu Örnu

By Ritstjórn

February 25, 2022

„Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar,“ segir Ríkisendurskoðun í úttekt á Landhelgisgæslunni.

Vísar Ríkisendurskoðun til þess er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, var í ágúst 2020 sótt úr hestaferð í Reynisfjöru og flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til fundar í Reykjavík og aftur til baka.

Þetta segir í frétt í Fréttablaðinu. Næsta víst er að starfsframa Guðmundar Helga Björgvinssonar, starfandi ríkisendurskoðandi, er hér með ógnað.

Þess ber að geta að Áslaug Arna tók ekki til máls á fundinum sögulega.