- Advertisement -

Settu Njál Trausta á yfirsnúning

„Þá liggur það fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn lítur á formann nefndarinnar, Bjarna Jónsson, sem hraðahindrun.“

Njáll Trausti Friðbertsson keppist við þessa dagana, eins og lifandi getur. Hann er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er formaður nefndarinnar. Hann hefur verið í Strassborg og á meðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert hvað allt sem flokksmenn kunna til að keyra mál Þórdísar K.R. Gylfadóttur í gegn á ógnarhraða.

Í frétt Moggans í dag segir: „Kurr er meðal þing­manna í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is, sem telja að reynt hafi verið að keyra frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra vegna bók­un­ar 35 í gegn hraðar en við hæfi sé. Bjarni Jóns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, er þar á meðal, en hann seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að sér­stök ástæða sé til þess að gefa sér næg­an tíma til.“

Þá liggur það fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn lítur á formann nefndarinnar, Bjarna Jónsson, sem hraðahindrun. Bjarni vill fara hægar í málið. Hann vill vanda sig sem mest hann má. Það þolir samstarfsflokkurinn ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta er mál af stærðargráðu sem þarf vandaða um­fjöll­un, mál sem vek­ur spurn­ing­ar um stjórn­ar­skrár­mál­efni. Þess vegna skipt­ir miklu máli að leita um­sagna víða og kalla fyr­ir nefnd­ina alla þá gesti sem þurfa þykir, enda ekk­ert sem bend­ir til þess að eft­ir 30 ár liggi núna lífið við,“ segir Bjarni í Moggafréttinni.

Ætli Vinstri græn lúffi ekki fyrir vilja Sjálfstæðisflokksins. Enginn leitar stöðunnar innan Framsóknar.  


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: