Karl Garðarsson skrifaði:
- Það er enginn skortur á pólitískum óheiðarleika en sú ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, hálfum mánuði eftir kosningar, hlýtur að jaðra við Íslandsmet.
- Það er svo sem ekkert nýtt að þingmenn skipti um flokk. Birgir var hins vegar greinilega búinn að ákveða þetta fyrir kosningar, nýtir sér Miðflokkinn og kjósendur hans til að komast inn á þing, en yfirgefur skútuna strax og markmiðinu er náð.
- Subbulegra verður það vart. Sorglegt að sjá vini mína í Sjálfstæðisflokknum fagna þessu á samfélagsmiðlum. Við eigum aldrei að gleðjast yfir óheiðarleika.