Fréttir

Sérsveitin vopnaðist 393 á fimm árum

By Miðjan

February 02, 2016

Samfélag „Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur frá 1. janúar 2011 til 18. desember 2015 vopnast 393 sinnum vegna verkefna og atvikatilkynninga sem bárust lögreglu,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag þegar hún svaraði spurningum Katrínar Jakobsdóttur.

„Tiltæk gögn um fjölda tilfella í störfum lögreglu sem uppfylla skilyrði um beitingu skotvopna og varða almenna lögreglu ná einungis til tímabilsins frá árinu 2011 og til dagsins í dag, og verður því að miða við það tímabil hér. Á tímabilinu hefur almenn lögregla alls vopnast 43 sinnum vegna verkefna, þar af atvikatilkynninga sem bárust lögreglu. Þess skal getið að fleira en eitt lögreglulið eða lögregluembætti getur vopnast vegna sama málsins, til dæmis almenn lögregla og sérsveit, og telja þau öll til heildarfjölda tilvika,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra.