- Advertisement -

Sérstakur skattur lagður á strandveiðina

Engin sambærileg gjöld eru lögð á skip sem stunda aðrar veiðar en strandveiðar.

„Strandveiðigjaldið svokallaða er sértækur skattur sem lagður er á einn útgerðarflokk umfram aðra. Ég endurtek: Þetta strandveiðigjald er lagt á einn útgerðarflokk umfram aðra. Engin sambærileg gjöld eru lögð á skip sem stunda aðrar veiðar en strandveiðar,“ sagði Inga Sæland.

„Þetta felur í sér ójafnræði í ljósi þess að eigendur strandveiðibáta greiða lögbundin hafnargjöld eins og allir aðrir.“

Inga hefur lagt fram frumvarp um gjaldið verði aflagt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…ein í öllum heiminum.

„Þetta er í rauninni bragarbót, ég myndi segja að þetta sé hreinlega spurning um hvort það sé gætt meðalhófs. Það eru ýmsar reglur sem maður sér í hendi sér að orka tvímælis,“ sagði Inga og skiptir um gír:

„Það minnir mig á eitt þótt það komi nú strandveiðum ekki við. Það erum við öryrkjarnir sem ein berum skerðingarnar, áður króna á móti krónu, nú 65 aurar á móti krónu, ég held ein í öllum heiminum. Þó að það sé allt annað mál þá fær maður á tilfinninguna að það sé verið að taka strandveiðibátana út fyrir sviga þrátt fyrir að þeir greiði allt annað, greiði fyrir aðgang að auðlindinni, greiði önnur hafnargjöld, greiði sína vigtun og greiði alla þjónustu. Maður áttar sig ekki á því hvernig stendur á því að þetta sértæka gjald, 50.000 kr. strandveiðigjald árlega, hafi fests þarna inni.“

Hún sagði að þetta ætti að leiðrétta strax.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: