Séra Halldór Gunnarsson í Holti skrifar í Moggann um Miðflokkinn og þá undarlegu niðurstöðu að leggja af varaformennskuna. Gunnar er ekki hrifinn af Gunnar Braga Sveinssyni. Hann endar grein sína svona:
„Ef flokkurinn á að ná þeirri stöðu sem formaðurinn talaði fyrir verður flokkurinn að ná jafnt til karla og kvenna, sem ég tel að flokkurinn muni ekki gera með framboði Gunnars Braga Sveinssonar við næstu alþingiskosningar. Skoðanakannanir sýna að konur kjósa síst flokkinn. Þetta staðfestir síðasta framboð flokksins til sveitarstjórnar á Austurlandi á sinn hátt. Næstum án undantekningar heyri ég eiginkonur manna hliðhollra Miðflokknum segja við mig: Ég kýs ekki Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama, sem ég þarf ekki að endursegja, því allir virðast sammála um ástæðuna. Bændur hliðhollir Miðflokknum hafa margir sagt það sama við mig, að viðbættri gagnrýni á forystu Gunnars sem utanríkisráðherra, að láta samþykkja viðskiptabann á Rússland að beiðni ESB, sem hefur kostað íslenskan landbúnað og sjávarútveg marga milljarða á ári, samhliða því að Evrópubandalagslönd hafa nær engan skaða borið af ákvörðuninni. Einnig að ekki hefði endanlega verið lokið í hans ráðherratíð að afturkalla umsókn um inngöngu í ESB, sem væntanleg Samfylkingarvinstristjórn mun auðveldlega geta endurnýjað og náð fram.“