Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki kemst hreint og beint að orði í Moggagrein i dag. Hann sér baráttu láglaunafólks sem hreina ógn og segir hana vera gamaldags.
„Það er því í raun stórmerkilegt að hér á landi eru þúsundir í verkföllum og boðanir á stórfelldum verkföllum hvíla yfir. Það á að sprengja samstöðuna um lífskjarasamningana og setja kaupmáttinn og stöðugleikann sem byggt hefur verið undir í hættu. Við höfum í 7 ár búið við lága verðbólgu, lækkandi vexti, aukinn kaupmátt og stöðugan hagvöxt. Forsendur bættra kjara þjóðarinnar allrar. Við þessar aðstæður hefur verið mikill skilningur á kröfum um styttingu vinnuvikunnar, breytingum á vaktafyrirkomulagi, aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og vinnuumhverfi starfandi fólks á grundvelli lífskjarasamningsins. Höldum vöku okkar og látum ekki aldargamlar baráttuaðferðir og úrelda hugmyndafræði örfárra sósíalista koma í veg fyrir heilbrigða skynsemi á vinnumarkaði.“
Það er sem Ásmundur hitti aldrei, tali aldrei við fólk sem er fátækt. Fólk se berst í bökkum hvern einasta dag. Á hvaða rúntum er þingmaðurinn þegar hann keyrir þvers og kruss um kjördæmið. Meira en nokkur annar hefur gert.
Í grein Ásmundar má kannski finna það sem hann brennur fyrir: „Ísland er eitt fárra ríkja sem þar sem álver njóta ekki ríkisstyrkja.“ Það skyldi þó aldrei vera,