- Advertisement -

Sér fyrir sér endalok Sjálfstæðisflokksins

„Enda þarf það í sjálfu sér ekki endi­lega að vera harms­efni.“

Davíð Oddsson sendir flokksforystu og þingliði Sjálfstæðisflokks væna sneið í dag. Hann er sér jafnvel fyrir sér endalok Sjálfstæðisflokksins.

Leiðarinn byrjar svona: „Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir að fóst­ur­eyðing­ar­lög­in, sem eru önn­ur af tveim­ur af­mæl­is­gjöf­um flokks­for­ystu til fólks­ins síns, séu kom­in úr Val­höll, her­búðum þess flokks.“

Deila má um smekkinn að draga Svandísi Svavarsdóttur inn í innan flokks átökin í Sjálfstæðisflokki. En hvað  um það. Af nógu öðru er að taka.

Áfram með leiðarann: „Það vek­ur nokkra undr­un, þótt viður­kenna megi að það sé fátt sem veki undr­un nú orðið. Upp­finn­inga­menn hafa lengi reynt að finna upp ei­lífðar­vél­ina og ekki tek­ist. Stjórn­mála­flokk­ar eru ekki ei­líf­ir og hafi þeir ekki leng­ur fyr­ir neinu að berj­ast stytt­ist í til­ver­unni og þýðir ekki að fár­ast yfir því. Enda þarf það í sjálfu sér ekki endi­lega að vera harms­efni.“

Hér er ekki töluð nein tæpitunga.

Síðar í leiðaranum rekur Davíð raunir flokka í Bretlandi og fer síðan til Danmerkur:

Danski Íhalds­flokk­ur­inn var stund­um kallaður syst­ur­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins, þótt ekki væri það ná­kvæmt. Hann skipti lengi veru­legu máli í dönsk­um stjórn­mál­um. Sein­ast var Poul Schlüter, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, úr þeim flokki og sat í 10 ár rúm, ’82-’93 sem for­sæt­is­ráðherra og hef­ur það met ekki verið jafnað af þeim for­sæt­is­ráðherr­um sem setið hafa síðan. Íhalds­flokk­ur­inn gerði aðild að ESB að aðal og jafn­vel eina máli sínu. Flokkn­um er nú spáð þriggja pró­senta fylgi í kosn­ing­un­um í næsta mánuði í Dan­mörku og því ekki úti­lokað að hann fái menn á þing.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: