„Ég hef miklar áhyggjur af þessu máli frá sjónarhóli löggæslunnar. Frá hennar sjónarmiði mun allt eftirlit með sölu fíkniefna verða erfiðara. Þannig er ég hræddur um að neytendur muni veifa þessum efnum framan í lögreglu sem stendur eftir úrræðalaus. Áttum okkur líka á því að eiturlyfjaneysla mun eiga sér stað fyrir allra augum á almannafæri ef þetta verður að lögum, einnig hér á Austurvelli,“ sagði Karl Gauti Hjaltason Miðflokki, þegar hann talaði um þá fyrirætlan að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna.