- Advertisement -

Sendu neyðina í stýrihóp

Egill Þór Jónsson.

Tillögu Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um neyðarskýli, var send til; „…stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólk.“

Sú afgreiðsla gladdi ekki alla á fundi velferðarráðs. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, þar sem segir t.d.: „Tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarskýli/dagskýli er hér vísað inn í stýrihóp um stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólk, sem er varasamt í ljósi þeirrar neyðar sem uppi er í málaflokknum. Í fréttum RÚV, 1. ágúst sl. eða daginn eftir neyðarfund í borgarráði, sem stjórnarandstöðuflokkarnir kölluðu eftir, var þeirri þörf sem er fyrir neyðarskýli gerð góð skil en þar var haft eftir flokksleiðtoga Hjálpræðishersins að borgaryfirvöld hefðu sýnt málaflokknum lítinn áhuga. 95% fjölgun heimilislausra kallar á neyðaraðgerðir og því er mælst til þess að hafist verði handa strax við leitun á húsnæði undir dagskýli í samráði við fagaðila enda stutt til vetrar. Ljóst er að hér um bráðavanda að ræða sem þarf að bregðast við strax.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: