„Hvort stendur til að svíkja kosningaloforðin, eða svíkja þau,“ spurði Árni Páll Árnason Bjarna Benediktsson á Alþingi í gær. Tilefnið var þingsályktunartillagan um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.
Bjarni gerði athugasemdir við málflutning Árna Páls og sagði að það sem mestu skipti verði hver aðkoma þjóðarinnar að málinu verði. Bjarni svaraðui fyrir sig meðal annars með þeim rökum að þeir þingmenn sem mest fara núna, þeir hafi hafnað að þjóðaratkvæði um Icesave og eins þegar ákveðið var að sækja um aðild. Bjarni endaði mál sitt á að benda á að fyrri ríkisstjórnin hafi stöðvað viðræður við Evrópusambandið seint á síðasta kjörtímabili án þess að spyrja þjóðina hvað hún vildi. „Þeir sendu bara bréf.“
– sme