- Advertisement -

Semjum ekki um hvalveiðar

Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

„Fyrir Íslendinga sem þjóð svo háðri sjávarútvegi og auðlindum hafsins verður ekki samið um rétt Íslands til hvalveiða. Sá réttur er óumsemjanlegur. Alþjóðalög og sáttmála ber að virða og ekki er unnt að véfengja rétt Íslands til að nýta lifandi sjávarauðlindir á borð við hval með ábyrgum og sjálfbærum hætti – líkt og raunin er.“

Þetta segir í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrína Gunnarsdóttur um hvalveiðar.

Þorgerður spyr um mótmæli við hvalveiðum Kristjáns Loftssonar:

„Hinn 6. júlí sl., í kjölfar ákvörðunar Hvals hf. um að hefja veiðar að nýju, var stjórnvöldum afhent sameiginlegt erindi ríkja Evrópusambandsins, Argentínu, Ástralíu, Brasilíu, Síles, Kostaríku, Dóminíska lýðveldisins, Ekvadors, Ísraels, Mexíkós, Mónakós, Panama, Nýja-Sjálands og Bandaríkjanna þar sem komið er á framfæri mótmælum við veiðunum, einkum á langreyði. Auk þess höfðu í ágústbyrjun borist rétt rúmlega tíu þúsund tölvuskeyti frá einstaklingum vegna ákvörðunarinnar, sem er umtalsvert minna en árið 2006. Þá ber að hafa í huga að hluti þessara skeyta barst eftir að blendingshvalur veiddist við Ísland sem tengdist ekki ákvörðun um veiðarnar en vakti nokkur viðbrögð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: