- Advertisement -

„Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn í öðrum löndum“

„Það er eitthvað nýtt ef Samfylkingin hefur rétt fyrir sér.“

Eflaust er himinn og haf, ef ekki enn meir, milli stjórnmálamannanna Ágústs Ólafs Ágústssonar og Brynjar Níelssonar. Þeir deildu nokkuð í umræðu um fjáraukalögin. Brynjar hafði sagst vera hluti af meirihlutasamstarfi í þinginu, eins og Miðjan hefur greint frá. Nú er komið að Ágústi Ólafi og frammíköllum Brynjars og er enn er það vilji Ágústs Ólafs að fjölga opinberum starfsmönnum sem þeir deila um:

„Háttvirtur þingmaður segist vera hluti af þessu stjórnarsamstarfi. Já, þið eruð meira að segja að bæta í að vissu leyti. Ég er bara að segja: Það þarf að gera meira. Margt sem háttvirtur þingmaður hefur sagt í viðtali með mér í fjölmiðlum, eins og að fjölga listamönnum væri hin alvitlausasta hugmynd sem hann hefur heyrt líka,“ háttvirtur þingmaður man eftir því, nú er hann að standa fyrir því að fjölga þeim. Ekki satt?“

Brynjar kallar fram í: „Ekki ræð ég öllu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ágúst Ólafur heldur áfram: „Nei, en ræðurðu einhverju, háttvirtur þingmaður?“

Brynjar kallar aftur fram í: „Einhverju.“

Ég er ekki að tala út í loftið.

Ágúst Ólafur heldur áfram: „Já, ég vona að þú ráðir sem minnstu því einmitt þessi hugmyndafræði sem þú ert að tefla fram hér er gjaldþrota hugmyndafræði hægri kreddu, um að ef orðið opinbert er fyrir framan þá sé það eitthvað slæmt. Það er það ekki, alveg eins og ég sem vinstri maður vil öflugan einkageira, að sjálfsögðu. Ég vil mjög frjálst atvinnulíf, en ég hlýt að geta leyft mér að að hugsa að við getum gert betur þegar kemur að opinberu þjónustunni. Ég er ekki að tala út í loftið, það er þörf fyrir það. Þetta er skynsamleg hagfræði sem hefur verið nýtt í 100 ár til að mæta kreppu. Hægri og vinstri flokkar hafa gert þetta um allan heim. Við eigum að tileinka okkur það sem aðrar þjóðir eru að gera. Við eigum ekki að sætta okkur við að þegar atvinnulífið, einkageirinn, lendir í vandræðum þá eigi alltaf að ríkisvæða tapið og einkavæða hagnaðinn.“

Þegar þarna var komið var ókyrrð í þingsal. Þingmaðurinn hélt áfram:

„Við eigum að taka þessa hugmyndafræðilegu umræðu, hvernig við bregðumst við stöðunni í dag. Það skiptir máli. Núna á sér stað alveg stórkostleg tilfærsla á fjármunum, m.a. vegna aðgerða ríkisstjórnar háttvirts þingmanns. Höfum þetta allt uppi á borði. Tökum þessa hugmyndafræðilegu umræðu. En vitið þið hvað? Ég er sannfærður um að við í Samfylkingunni höfum rétt fyrir okkur því að það er tekið undir það sem við erum að segja og gera það um allan heim. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn í öðrum löndum en því miður er hann það hér,“ sagði Ágúst Ólafur og á kallaði Brynjar fram í síðasta sinn, að sinni:

„Það er eitthvað nýtt ef Samfylkingin hefur rétt fyrir sér.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: