Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, hefur áhyggjur af bæjarsjóðs og stjórn bæjarins.
„Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það sé ekki liðið ár frá því að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi keyrðu kosningabaráttu sem byggði á því að lækka ætti skatta á Seltjarnarnesi,“ skrifar Guðmundur Ari.
Hér er bein tilvitnun í endurskoðendaskýrslu Grant Thornton:
„Samanlagður halli af rekstri A-hluta nemur 969,5 m.kr. árin 2021 og 2022 eða sem nemur tæplega 10% af tekjum sömu ára. Ljóst er að við slíkan hallarekstur verður ekki búið lengi. Er því brýnt að sveitarfélagið setji fram markvissa áætlun um viðsnúning í rekstri, ss. í formi aukinna tekna, aðhalds í rekstri eða sölu eigna í þeim tilgangi að lækka skuldir.“
„Áherslur Samfylkingar og óháðra fyrir kosningar voru einfaldar og eru enn í gildi:
- – Stöndum vörð um þá þjónustu sem íbúar kalla eftir.
- – Þróum miðbæjarsvæðið og seljum þar byggingarland til að minnka lántöku og fjölga skattgreiðendum.“