Kolbeinn Tumi og Selma Björns við eldgosið í við Fagradalsfjall í Geldingadölum. Hafa nú keypt saman flotta íbúð.

Mannlíf

Selma Björns og Kolbeinn Tumi keyptu sér íbúð á 130 milljónir króna

By Ritstjórn

June 22, 2022

Frétta­stjóri Stöðvar 2, Vís­is og Bylgj­unn­ar, Kol­beinn Tumi Daðason, og söngkonan síkáta Selma Björns­dótt­ir hafa fest kaup á fast­eign.

Hér er um að ræða tæplega 200 fermetra íbúð í húsi við Lyng­haga í Reykja­víkurborg.

Húsið er gamalt; var byggt árið 1955; og hafa Kolbeinn og Selma staðið í ströngu síðan þau fengu íbúðina af­henta.

Verðið sem parið fallega greiddi fyrir íbúðina er 130 millj­ón­ir króna.

Kolbeinn og Selma hafa verið saman síðan árið 2019 og hingað til hafa þau búið hvort í sínu lagi; Kolbeinn í Vest­ur­bæn­um með börn­in sín tvö; Selma í Garðabæ með sín tvö börn.

Nú er hins orðin sameining á góðum og flottum stað.