Selma Björns og Kolbeinn Tumi keyptu sér íbúð á 130 milljónir króna
Fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Kolbeinn Tumi Daðason, og söngkonan síkáta Selma Björnsdóttir hafa fest kaup á fasteign.
Hér er um að ræða tæplega 200 fermetra íbúð í húsi við Lynghaga í Reykjavíkurborg.
Húsið er gamalt; var byggt árið 1955; og hafa Kolbeinn og Selma staðið í ströngu síðan þau fengu íbúðina afhenta.
Verðið sem parið fallega greiddi fyrir íbúðina er 130 milljónir króna.
Kolbeinn og Selma hafa verið saman síðan árið 2019 og hingað til hafa þau búið hvort í sínu lagi; Kolbeinn í Vesturbænum með börnin sín tvö; Selma í Garðabæ með sín tvö börn.
Nú er hins orðin sameining á góðum og flottum stað.