- Advertisement -

Seljum holuna og flytjum bankann í Breiðholtið

Ég vil leyfa mér að stinga upp á Breiðholti fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankans.

Þorsteinn Sæmundsson.

Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki berst gegn nýbyggingu Landsbankans við Hafnartorg.

„En nú er mönnum ekkert að vanbúnaði og þeir eru búnir að grafa helvíti mikla holu, afsakið, herra forseti, við höfnina, dýrustu lóð sem til er á Íslandi, og vilja byggja höfuðstöðvar sem eru vel við vöxt og kosta í kringum 8 milljarða króna,“ sagði hann á Alþingi í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorsteinn vill bankanum annað aðsetur: „Þetta er náttúrlega hrein fásinna, herra forseti, og það hlýtur að koma til að héðan komi ákveðin tillaga til fjármálaráðherra, sem er handhafi þessa hlutabréfs, um að holan við höfnina verði seld í því ástandi sem nú er og í stað þess verði reistar nýjar höfuðstöðvar annars staðar. Ég vil leyfa mér að stinga upp á Breiðholti fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankans. Það er gott hverfi og stórt og liggur vel við öllum samgöngum og prýðisnærvera að vera þar. Í stuttu máli: Seljum holuna við höfnina, flytjum bankann í Breiðholtið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: