- Advertisement -

Seljum Flugstöð Leifs Eiríkssonar

- sá er vilji Óla Björns Kárasona, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis

 

„Selja á flugstöðina.“

Óli Björn Kárason alþingismaður vill að ríkið selji Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta má lesa í vikulegri grein hans í Morgunblaðinu í dag..

„Selja á flugstöðina og nýta þá fjármuni sem losna til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngum, í vegi, brýr, göng, hafnir og innanlandsflugvelli,“ skrifar Óli Björn.

Hann segir að með sölunni losi ríkissjóður tugi milljarða sem eyrnamerktir verði umbótum og uppbyggingu í samgöngum um allt land. „Þessir fjármunir bætast við það sem ætlað er til árlegrar fjárfestingar í samgöngum á komandi árum samkvæmt fjármálaáætlun, þar á meðal smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og Dýrafjarðargöng.“

Óli Björn segist sannfærður um að hagsmunum almennings og fyrirtækja sé betur borgið með því að nýta fjármuni í umfangsmiklar umbætur í samgöngum en að binda þá í flugstöð, sem aðrir en ríkið eru betur færir um að reka.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: