„Ég ætla að vekja athygli þingheims á því að við stöndum frammi fyrir að taka hugsanlega ákvarðanir hér á komandi mánuðum eða missirum er varða uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og hvernig við ætlum að haga eignarhaldi á þeirri flugstöð, hvort það sé skynsamlegt og eðlilegt að kljúfa það fyrirtæki upp sem sér um það, Isavia, annars vegar í flugleiðsögufyrirtæki, sem er eðlilegt, og síðan fyrirtæki sem annast rekstur flugstöðvarinnar. Þriðji hlutinn gæti verið flugvallarmannvirkin sjálf,“ þannig hóf Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki stutta ræðu sína, þegar störf þingsins, voru á dagskrá Alþingis.
Hann sagði að í fyrra hafi 6,8 milljónir farþegafarið um flugstöðina. „Þetta er 40% aukning á milli ára. Því er spáð að 8,8 milljónir farþega fari um flugstöðina á þessu ári. Það þýðir að við höfum horft fram á 250% aukningu frá árinu 2011 í farþegafjölda. Þetta hefur kallað á gríðarlegar fjárfestingar, fjárfestingar sem nema u.þ.b. 43 milljörðum á árunum 2012–2017, og við eigum eftir að sjá tugmilljarða fjárfestingar á komandi árum.“
„Ég hygg að það sé skynsamlegt að þingheimur fari að hugleiða það hvort við eigum ekki að hleypa einkaaðilum að og þá fyrst og fremst lífeyrissjóðum að eignarhaldi á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, dreifa þar með áhættunni og taka þátt í þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem fram undan er og er nauðsynleg og gefa lífeyrissjóðum kost á því að fjárfesta og ávaxta fé sinna sjóðfélaga. Það er miklu skynsamlegra og eðlilegra að standa þannig að verki heldur en að ríkisfyrirtæki sé að byggja upp flugstöð. Þannig hafa menn staðið að verki víða erlendis. Það er fremur undantekning en regla að ríkisfyrirtæki annist rekstur flughafna.“
Talvarpið er með frétt um málið, görið svo vel:
https://soundcloud.com/user-777639753/obk
Endurbirt af gefni tilefni.