Neytendur Neytendastofa hefur bent Húsasmiðjunni á að uppblásnir heitir pottar sem Húsasmiðjan selur séu alvarlega hættulegir. Þess vegna verða þeir innkallaðir.
Húsasmiðjan vill að viðskiptavinir, sem keypt hafa pottana, skili þeim í næstu verslun Húsasmiðjunnar við fyrsta tækifæri. Þeir einir fá hættulegu pottana endurgreidda sem framvísa nótu vegna viðskiptana, aðrir ekki.
Pottarnir eru að gerðinni: Mspa – Oriental Recreational Products (ORPC) B-110, B-091 og B-132.