- Advertisement -

Seldi ríkið framhaldsskólana eða gaf?

- margir opnberar framhaldsskólar hafa farið til nýrra eigenda. Hvað var borgað fyrir skólana, ef nokkuð. Svandís Svavarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi.

 

Svandís Svavarsdóttir.
Vill vita um hvernig viðskiptum var háttað þegar opinberir framhaldsskólar urðu einkaskólar.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur óskað svara við nokkrum spurningum og hvaða gjald, ef þá nokkuð, kom til ríkisins, þegar opinberar framhaldsskólar urðu að eign annarra.

Skólarnir eru Iðnskólinn í Reykjavík, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Stýrimannaskólinn og Vélskólinn og svo er reiknað með að Fjölbrautarskólinn við Ármúla verði næstur.

„Hvað hefur Tækniskólinn, eða núverandi og fyrri eigendur hans, greitt íslenska ríkinu fyrir þá skóla sem íslenska ríkið hefur einkavætt og síðan hafa myndað Tækniskólann, áður Fjöltækniskólann?“ Þannig spyr Svandís meðal annars.

Svandís spyr einnig hvert virði eignanna var, í íslenskum krónum að núvirði, sem runnið hafa til Tækniskólans, eða núverandi og fyrri eigenda hans, frá íslenska ríkinu við einkavæðingu á þeim skólum sem nú mynda Tækniskólann, áður Fjöltækniskólann og hverjar voru eignirnar.

Svo vill hún vita hvort ríkið hafi fengið eignarhlut í Tækniskólanum, eða áður Fjöltækniskólanum, að lokinni einkavæðingu á þeim skólum sem nú mynda Tækniskólann, áður Fjöltækniskólann.

Fyrirspurnir eru margar og er sérstök fyrirspurn fyrir hvern og einn skólanna. Það er ekki bara Tækniskólinn sem hefur fengið, með einum eða öðrum hætti, opinberan framhaldsskóla. Menntafélagið á nú eða annast rekstur Stýrimannaskólans og Vélskólans. Svandís spyr einnig um þá skóla, einsog kom fram hér að framan.

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra mun svara með skriflegu svari.

sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: