Fréttir

Seinkun á hafinu

By Sigrún Erna Geirsdóttir

December 20, 2014

Vegna storma á Norður-Atlantshafi undanfarnar vikur hafa siglingar til og frá Íslandi sóst seint. Siglingar á milli landsins og Norður-Evrópu sem venjulega taka 3-5 daga hafa verið að lengjast í 5-8 daga vegna erfiðra aðstæðna.

Á vef Landhelgisgæslunnar má sjá frétt þess efnis að erfitt hafi verið fyrir skip að halda sjó í mörgum lægðum sem sótt hafa að landinu undanfarnar vikur. Aðstæður hafi verið erfiðar og hafa stormar jafnvel blásið úr mörgum áttum samtímis þannig að sjómenn segja að mjög missjávað hafi verið á siglingaleiðunum.

Sjá frétt á vef Gæslunnar.