- Advertisement -

Segjast vera velferðarsinnuð

Kristrún Frostadóttir.

„Það sem við í Samfylkingunni köllum aftur á móti eftir er að tækifæri gefist raunverulega til að ræða um pólitískar áherslur því að þetta hringl með hvaða hugmyndafræði er verið að beita í þessari ríkisstjórn ruglar alla í ríminu, ekki bara stjórnarandstöðuna heldur þjóðina,“ sagði Kristrún Frostadóttir Samfylkingu í umræðunni um fjárlög næsta árs.

„Við erum með einn flokk í fjármálaráðuneytinu sem rekur íhaldssama hægri fjármálastefnu og stendur teinréttur með þeirri stefnu, það fer ekkert á milli mála, og fyrir því á að bera ákveðna virðingu þótt fólk sé þar ósammála, það er ég reyndar innilega, en svo erum við með tvo flokka sem fylgja ríkisstjórninni en segjast vera velferðarsinnaðir, jafnvel jafnaðarmenn á tyllidögum. Samstarfsráðherrar hæstvirts fjármálaráðherra, þar með talinn hæstvirtur forsætisráðherra, tala fyrir pólitískum áherslum sem fá ekkert brautargengi í þessum fjárlögum. Hvernig er hægt að takast á pólitískt í svona landslagi, þegar það liggur ekki fyrir hvað er verið að ræða um? Fólk getur ekki komið til dyranna eins og það er klætt. Nú er svo komið að ekki bara í opinberri umræðu sé villt fyrir almenningi, og þar með haldið aftur af opinskárri pólitískri umræðu, heldur er núna verið að leggja fram grundvallastefnumótunarskjal ríkisstjórnarinnar, fjárlögin, með sömu yfirhylmingu að leiðarljósi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: