Segja borgaryfirvöld helst þekkt af óheiðarleika og svikum
Baldur Bergþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, segir að það hafi aldrei veri ætlun borgaryfirvalda að hafa samráð við íbúa og verslunarfólk við Laugaveg um lokun Laugavegar.
Þetta kom fram í þætti Ernu Ýr Öldudóttir á Útvarpi Sögu í gær.
Þar sagði Baldur að á meintum samráðsfundi borgaryfirvalda vegna lokana Laugavegar hafi hann orðið vitni að því þegar borgarfulltrúi í meirihluti lét þau orð falla að meirihlutanum væri alveg saman um skoðanir íbúa og rekstraraðila um málið því þau ætluðu sér einfaldlega að loka Laugaveginum.
„Undanfarin ár hafa staðið yfir deilur vegna lokunar Laugavegar og hafa meðal annars farið fram safnanir undirskriftar rekstraraðila á svæðinu þar sem lokunum er harðlega mótmælt og þá hefur mikill fjöldi verslana lokað og flutt annað eða einfaldlega hætt rekstri vegna lokunarinnar. Þá hafa kaupmenn látið þau ummæli meðal annars falla að borgaryfirvöld væru helst þekkt af óheiðarleika og svikum,“ segir á utvarpsaga.is.