Atvinnulíf Stjórnendur Ísfélags Vestmannaeyja segja fyrirtækið verða að fækka veiðiskipum og auka hagræðingu á öllum sviðum fyrirtækisins. Ísfélagið segist þurfa að greiða hálfan annan millarð í veiðigjöld á ári. Aðaleigandi Ísfélagsins er Guðbjörg Marteinsdóttir.
Innan fárra daga fær fyrirtækið afhent glæsilegt fiskiskip, sem fyrr í dag fékk nafnið Sigurður VE 15, frá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi.
Sigurður VE er 80 metra langur og 17 metra breiður og er vel búinn til veiða á uppsjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. Aðalvélin er 4.500 kW og kæligetan er 2×1.300.000 kcal/klst. Kælitankar skipsins eru 12 og eru samtals 2.970 rúmmetrar þannig að burðargeta skipsins er mikil og styður hún vel við öfluga landvinnslu félagsins í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn.
Líklegt er að tveimur skipum verði lagt þegar Sigurður heldur til veiða.