- Advertisement -

Segist hafa varið kaupmátt öryrkja

„Hugmyndin með starfsgetumatinu er einmitt sú að fólk geti farið út á vinnumarkaðinn og unnið án skerðinga, neytt starfsorku sinnar án skerðinga en fengið bætur sem endurspegla þá örorku sem metin hefur verið,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi.

„Annars er það þannig, ef við skoðum þróun kaupmáttar bóta almannatrygginga á undanförnum árum, að erfitt er að finna tímabil þar sem kaupmáttur þeirra bóta hefur vaxið jafn mikið jafnt og þétt ár eftir ár og ég hafna því þess vegi,“ sagði Bjarni og sagði svo:

„Allar rannsóknir sýna, hvort sem litið er til ellilífeyrisþega eða annarra þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið, að það hefur tekist að verja og bæta við kaupmáttinn ár frá ári. Stóra verkefnið sem bíður okkar í tilviki öryrkja er að gera allsherjarkerfisbreytingu sem ég talaði fyrir í aðdraganda kosninga og bind vonir við að við náum að framkvæma á þessu kjörtímabili,“ sagði fjármálaráðherrann á Alþingi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: