- Advertisement -

Segir VG og Samfylkingu vera eitt

Stjórnmál Guðmundru Andri Thorsson, rithöfundur og nýkjörinn þingmaður Samfylkingar, segir VG og Samfylkingu vera sömu hreyfinguna. Hann skrifar á Facebook.

„Hvað sem kann að líða gömlum væringum finnst mér VG og Samfylkingin vera sama hreyfingin þó að við höfum ekki haft gæfu til að starfa saman að þeim málum sem við berum fyrir brjósti. Hér mætti jafnvel bæta við Pírötum. Fólkið sem kýs þessa flokka hefur svipaða lífssýn og deilir mörgum hugsjónum á sviði velferðarmála, jafnréttismála og umhverfismála, svo að nokkur grundvallarmál séu nefnd, og hægri menn hafa aðra sýn á. Saman geta þessir flokkar myndað sterkt afl á þingi og ég held að það væri til mikils vinnandi að reyna til þrautar að starfa með miðjuflokkunum, Framsókn og Viðreisn, að umbótamálum og brýnum viðhaldsverkefnum samfélagsins sem svo lengi hafa setið á hakanum hjá Sjálfstæðisflokknum skattaskelfda.“

Væru VG og Samfylking samstíga í stjórnarmyndun væru þau með átján þingmenn og stærsta þinghópinn, sem myndi eflaust hafa talsvert að segja.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: