- Advertisement -

Segir verkalýðsforingjana ekki vilja ná kjarasamningum

Friðjón segir af ótta við Gunnar Smára hafi ekki komið mótframboð til formennsku í VR.

Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, segir að formenn VR og Eflingar vilji ekki kjarasamninga, heldur vilji þau upplausn, óreiðu og átök.

„Það kemur nákvæmlega ekkert á óvart að viðræðum hafi verið slitið í dag. Það hefur aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það er barnaskapur að halda að slíkt sé hægt, markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök. Það ömurlegt að enginn bjóði þeim byrginn,“ skrifar Friðjón á Facebook.

Hann segir ástæðu þess að enginn hafi boðið sig fram til formennsku í VR gegn Ragnari Þór Ingfólfssyni sé ótti við Gunnar Smára Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar ég spurðist fyrir um hvers vegna enginn bauð sig fram til formanns VR var viðkvæði þeirra sem íhuguðu framboð að enginn vildi gangast undir þær svívirðingar og ofbeldi sem viðbúið var að Gunnar Smári Egilsson og skósveinar hans í verkalýðsfélögunum tveimur myndu ausa yfir viðkomandi. Staðreyndin er að ofbeldismennirnir hafa allt dagskrárvald á Íslandi í dag.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: