- Advertisement -

Segir Þjóðkirkjuna stela fermingarbörnum

Þrátt fyr­ir það rukk­ar Grafar­vogs­kirkja 21.194 krón­ur fyr­ir ferm­ing­ar­fræðslu en ferm­ing­ar­fræðsla Frí­kirkj­unn­ar er öll­um að kostnaðarlausu.

Fermingar: Séra Sig­ur­vin Lár­us Jóns­son prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík skrifaði grein í Moggann í dag. Hann er mjög ósáttur við þjóðkirkjuna. Hluti greinarinnar er hér:

„Mörg frí­kirkju­ung­menni velja að ferm­ast í sinni sókn­ar­kirkju, með sama hætti og ung­menni sem til­heyra þjóðkirkj­unni eða standa utan trú­fé­laga velja að ferm­ast í Frí­kirkj­unni. Fram til þessa hafa frí­kirkj­urn­ar getað treyst því að gagn­kvæm virðing ríki í garð trú­fé­lagsaðild­ar, með þeirri und­an­tekn­ingu að prest­ar Digra­nes­kirkju neituðu að ferma frí­kirkju­ung­menni árið 2007 er varð að blaðamáli,“ segir í greininni.

„Nú virðist hafa orðið stefnu­breyt­ing í þjóðkirkj­unni en ferm­ing­ar­ung­menni sem fermd­ist í Grafar­vogs­kirkju í ár, stærsta söfnuði þjóðkirkj­unn­ar, var gert að skrá sig úr Frí­kirkj­unni og í þjóðkirkj­una til að mega ferm­ast þar. Til að virða val ung­menn­is­ins skráðu for­eldr­ar þess barnið nauðbeygt í þjóðkirkj­una og leiðréttu síðan trú­fé­lags­skrán­ing­una dag­inn eft­ir í sam­ráði við ung­mennið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ung­menni eiga ekki að vera sett í þá stöðu að velja á milli þess að fylgja fé­laga­hópn­um og fjöl­skyldu sinni í trú­fé­lagsaðild.

Ástæðan var sögð fjár­hags­leg, að ung­mennið mætti ekki njóta þjón­ustu Grafar­vogs­kirkju án þess að vera skráð í trú­fé­lagið, en eng­in krafa var gerð um að for­eldr­arn­ir skiptu um trú­fé­lag.

Í fyrsta lagi er verið að rugla sam­an trú­fé­lags­skrán­ingu og ferm­ingu sem eru eðlisólík fyr­ir­bæri. Ef prest­ar Grafar­vogs­kirkju líta svo á að ferm­ing­in sé viður­kenn­ing á trú­fé­lagsaðild er það þröng sýn á ferm­ing­una. Ef kraf­an er trú­fræðileg má benda á að játn­ing­ar­lega er eng­inn mun­ur á Frí­kirkj­unni og þjóðkirkj­unni, þótt áhersl­ur og stjórn­skipu­lag séu annað. Ung­menni eiga ekki að vera sett í þá stöðu að velja á milli þess að fylgja fé­laga­hópn­um og fjöl­skyldu sinni í trú­fé­lagsaðild.

Í öðru lagi er það virðing­ar­leysi í garð þeirra sem til­heyra ann­arri kirkju­deild eða jafn­vel trú­ar­brögðum að skikka ung­menni til að skrá sig úr sínu trú­fé­lagi og í þjóðkirkj­una til að njóta þjón­ustu þess. Þjóðkirkj­an get­ur ekki sam­tím­is sagst virða trúfrelsi og fjöl­menn­ingu og gert þá kröfu að öll þau sem þiggja þjón­ustu séu meðlim­ir í trú­fé­lag­inu.

Loks stand­ast hin fjár­hags­legu rök enga skoðun. Þjóðkirkj­an hef­ur það fjár­hags­lega for­skot á Frí­kirkj­una að laun þjóðkirkjupresta eru greidd sam­kvæmt samn­ingi við rík­is­sjóð á meðan Frí­kirkj­an greiðir laun sinna presta ein­göngu af trú­fé­lags­gjöld­um meðlima sinna. Þrátt fyr­ir það rukk­ar Grafar­vogs­kirkja 21.194 krón­ur fyr­ir ferm­ing­ar­fræðslu en ferm­ing­ar­fræðsla Frí­kirkj­unn­ar er öll­um að kostnaðarlausu. Þá fylgja eng­in trú­fé­lags­gjöld með ferm­ing­ar­ung­menn­um fyrr en við 18 ára ald­ur.“ segir í grein í prestsins við Fríkirkjuna í Reykjavík.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: