- Advertisement -

Segir svigrúmið minna en ekkert

Baráttan gegn fólkinu sést skýrast í Mogganum. Ritstjórinn leitaði og fann ekkert svigrúm. Telur forystufólk verkalýðsfélaga fara gegn hagsmunum almennings.

Þar sem rétt þrír mánuðir eru þar til kjarasamningar verða lausir telur það fólk, sem verjast þarf launafólki, tímabært að þétta raðirnar. Berjast gegn fólkinu.

Davíð Oddsson er gerður út frá Borgartúni 35, húsinu þar sem lobbýistarnir búa. Davíð grípur til þess að draga upp efasemdir um fólk eins og Ragnar Þór og Sólveigu Önnu.

„Forkólf­ar verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar, með stuðning um það bil tí­unda hvers fé­lags­manns á bak við sig, fara nú mik­inn í umræðum um kjara­mál í aðdrag­anda kjara­samn­inga. Þeir horfa al­farið fram­hjá aðstæðum í at­vinnu­líf­inu og halda því fram að mikið svig­rúm sé til launa­hækk­ana,“ skrifar hann í Staksteina dagsins.

Rök Davíðs verða seint metin vermæt. Hann heldur áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mikl­ar launa­hækk­an­ir nú væru hættu­spil. (Kanntu annan).

„Þó ætti þeim að vera ljóst að svig­rúmið til launa­hækk­ana er svo að segja ekk­ert og jafn­vel minna en það, eins og umræður hafa sýnt og þrýst­ing­ur víða á hagræðingu og jafn­vel upp­sagn­ir.“

Og svo segir Moggaritstjórinn: „Ólíkt forkólf­un­um í verka­lýðshreyf­ing­unni skil­ur al­menn­ing­ur vel að mikl­ar launa­hækk­an­ir nú væru hættu­spil. Í könn­un sem Gallup gerði ný­lega fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins má sjá að mun fleiri vilja að í kom­andi kjara­samn­ing­um verði lögð áhersla á að stuðla að lágri verðbólgu með hófstillt­um launa­hækk­un­um en að hækka laun veru­lega. Forkólfarn­ir, sem láta eins og þeir tali í nafni al­menn­ings, hljóta að þurfa að taka til­lit til sjón­ar­miða al­mennra launa­manna en ekki aðeins sjálfra sín og lít­ils en há­værs hóps stuðnings­manna sinna.“

Þau eru ígrönduð vindhöggin í Hádegismóum:

„Þeir voru ekki kosn­ir (af tí­unda hverj­um fé­lags­manni) til að valda hér kollsteyp­um með óá­byrg­um mál­flutn­ingi. Lýðræðis­hall­inn í verka­lýðshreyf­ing­unni er áhyggju­efni, en hann má ekki verða þjóðarmein.“

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: