Benedikt Jóhannesson, sem var fjármálaráðherra í skammlífri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, les Styrmi Gunnarssyni pistilinn:
„Styrmir Gunnarsson skrifaði grein um Evrópusambandið í helgarblað Moggans. Ég les sjaldan greinar Styrmis og kannski er það þess vegna sem það er langt síðan ég hef lesið jafnmargar rangfærslur og hreint bull. Styrmir heldur í alvöru að löggjöf Evrópusambandsins sé búin til af her skriffinna í Brussel sem ætli að ná undir sig Íslandi. Þó að greinin sé fráleit er kannski enn til fólk sem trúir því illa að virðulegur ritstjóri blaðs sem nær allir landsmenn keyptu og lásu á sínum tíma fari með fleipur. Þess vegna þarf að svara rangfærslum af þessu tagi, þó að þær taki út yfir allan þjófabálk. Ég spurði Styrmi að því á fundi í janúar 2009 hvort hann þekkti eitthvert dæmi þess að ríki Evrópusambandsins hefðu stolið auðlindum af einhverju aðildarríkjanna. Ég bíð enn svars.“