- Advertisement -

Segir Steingrím í hefndarhug

Sigmundur Davíð skrifar langa grein í Moggann um Klaustursmálið og eftirleik þess. Ekki síst afskipti eða afkomu Steingríms J. þingforseta.

„Viðhorf Stein­gríms til mín er vel þekkt. Hann tel­ur sig eiga harma að hefna og leit­ast nú við að nýta stöðu sína í þeim til­gangi,“ segir meðal annars í grein Sigmundar Davíðs.

„Marg­ir höfðu efa­semd­ir um að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son væri heppi­leg­ur til að gegna slíku hlut­verki. Nú kýs hann að renna stoðum und­ir þær efa­semd­ir með af­ger­andi og sögu­leg­um hætti,“ skrifar formaður Miðflokksins.

„Viðhorf Stein­gríms til mín er vel þekkt. Hann tel­ur sig eiga harma að hefna og leit­ast nú við að nýta stöðu sína í þeim til­gangi. Þó blas­ir við að ekk­ert af því sem ég sagði í einka­sam­tali sem tekið var upp með ólög­mæt­um hætti jafn­ast á við fjöl­margt sem þing­for­set­inn sjálf­ur hef­ur sagt og gert op­in­ber­lega að yf­ir­lögðu ráði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðrir eru verri

Sigmundur Davíð hefur verið, og er, óspar á að nefna að meðal þingmanna tíðkist umræða, jafnvel verri, en sú sem viðhöfð var á Klausturbarnum.

„Varla er það vilji þings­ins að setja þau for­dæmi sem þing­for­set­inn boðar með fram­göngu sinni. Eigi einka­sam­tal nokk­urra þing­manna er­indi til siðanefnd­ar hlýt­ur að þurfa að vísa ótal mál­um til nefnd­ar­inn­ar, þar með talið mál­um sem varða þing­for­set­ann.

„Það mætti til dæm­is nefna fjöl­mörg dæmi um hluti sem aðrir þing­menn, þar með talið Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, hafa sagt um mig op­in­ber­lega sem eiga mun frek­ar er­indi til siðanefnd­ar en nokkuð sem ég sagði í hinum ólög­mætu upp­tök­um. Eigi svo póli­tík að ráða för frem­ur en gild­is­svið siðaregln­anna verður mála­fjöld­inn enda­laus. Í því sam­bandi er rétt að minn­ast þess að hver sem er get­ur lagt til að mál gangi til siðanefnd­ar með því að senda er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar þings­ins.“

Í sviðsljósinu

„Þing­for­set­inn naut sviðsljóss­ins,“ skrifar Sigmundur Davíð,“ …þegar hann ákvað að biðjast af­sök­un­ar á tali sex þing­manna án þess að gera grein fyr­ir því á hverju hann væri að biðjast af­sök­un­ar hjá hverj­um um sig. Bet­ur hefði farið á að hann byrjaði á að biðjast af­sök­un­ar á því sem hann hafði sjálf­ur stöðu og til­efni til.“

Og svo þetta: „Þing­for­set­inn hefði getað byrjað á að biðjast af­sök­un­ar á orðfæri sínu und­an­farna ára­tugi, á því að hafa lagt hend­ur á ráðherra í þingsal og reyna svo að koma sama manni í fang­elsi með póli­tísk­um rétt­ar­höld­um, á því að af­henda er­lend­um hrægamm­a­sjóðum ís­lensku bank­ana á sama tíma og þúsund­ir fjöl­skyldna misstu heim­ili sín, á því að hafa reynt að láta ís­lensk­an al­menn­ing taka á sig skuld­ir fall­inna einka­banka í and­stöðu við lög, á því að nýta ekki þau tæki­færi sem gáf­ust til að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf en státa sig í staðinn af hrósi er­lendra fjár­mála­stofn­ana. Verði þing­for­set­inn kom­inn á skrið get­ur hann svo haldið áfram og beðist af­sök­un­ar á því sem hann hef­ur sagt og gert í gleðskap und­an­far­in ár, meðal ann­ars sem ráðherra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: