- Advertisement -

Segir „skítalykt“ á göngum Valhallar

For­ysta og þing­flokk­ur eru að fremja póli­tískt harakiri.

„Hjarta Sjálf­stæðis­flokks­ins sló í takt við hjarta þjóðar­inn­ar þar til fyr­ir ára­tug þegar flokk­ur­inn beygði sig í duftið fyr­ir samfóistum og samþykkti daður þeirra við kommissara í Brussel fyr­ir setu í rík­is­stjórn á dauðadeild. Þá hóf ég að sækja fundi í Val­höll. Grasrót flokks­ins stöðvaði vit­leys­una. Svo bilaði Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á loka­metr­um Icesave og hneigði sig fyr­ir Jó­hönnu og Stein­grími. Í ára­tug hef­ur skíta­lykt­ina af samfóistum og búró­kröt­um lagt um ganga Val­hall­ar. Ekki er hlustað á áhyggj­ur þjóðar­inn­ar né 91% lands­fund­ar­full­trúa sem sögðu nei takk.“

Þetta er niðurlag langrar greinar Halls Hallssonar, blaðamanns og sagnfræðings, sem birt er í Mogganum í dag. Þó ekki alveg. Á eftir því kom þetta:

„Hjarta Sjálf­stæðis­flokks­ins slær hvorki í takt við þjóð né flokks­menn. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stýr­ir ekki leng­ur þjóðarskút­unni. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er leik­sopp­ur samfóista og brusselskra kómizara. For­ysta og þing­flokk­ur eru að fremja póli­tískt harakiri. Þetta end­ar illa; afar afar afar illa fyr­ir flokk og þjóð nema for­yst­an hlusti á fólkið sitt og taki nýj­an kúrs.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Grein Halls er fyrst og síðast um baráttuna gegn þriðja orkupakkanum. Hallur segir framar í greininni, það er um hlutverk Sjálfstæðisflokksins, að hans mati:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var stofnaður um ís­lenskt full­veldi og varðaði leiðina til sjálf­stæðis. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn varðaði leið frels­is með lýðræðisþjóðum gegn helsi komm­ún­ista. Sjálf­stæðis­menn stöðvuðu vit­leys­una þegar vinstri­menn ætluðu að sparka Varn­ar­liðinu úr landi. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn leiddi þjóðina í land­helg­is­stríðunum gegn Bret­um og stóð órofa vakt um fiski­miðin gegn ásælni Brussel. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kom Íslandi í A+ flokk og það voru sjálf­stæðis­menn sem með neyðarlögum leiddu björg­un þjóðar í hrun­inu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: