Skjáskot: Stöð 2.

Stjórnmál

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera valkost

By Miðjan

October 26, 2024

Stjórnmál „Í lok nóv­em­ber verður gengið til kosn­inga. Þá munu Íslend­ing­ar nýta lýðræðis­legt frelsi sitt til þess að velja sér for­ystu­fólk þjóðar­inn­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun nú eins og alltaf áður vera skýr val­kost­ur þeirra sem vilja standa vörð um frelsið. Frelsi til at­hafna, tján­ing­ar og at­vinnu. Frelsi til að fylgja eig­in sann­fær­ingu og taka sjálf ákv­arðanir um eigið líf. Frelsi til að ráða okk­ur sjálf. Skýr val­kost­ur á móti þeim sem tala fyr­ir stjórn­lyndi, hærri skött­um og óþarfa reglu­byrði sem snýst um sjálfa sig,“ skrifar Þórdís Kolbrún í Mogga morgundagsins.

Eflaust hljómar þetta sem dýrðar tónverk hjá einhverjum kjósendum. Þeir samt fækkandi.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er val­kost­ur gegn þeim sem tala aðallega fyr­ir því sem afl­ar vin­sælda hverju sinni – hvort sem það eru inni­halds­laus­ar upp­hróp­an­ir um aðför að full­veld­inu eða glam­ur um meinta skyn­semi sem tak­mörkuð skyn­semi er í,“ skrifar varaformaðurinn Þórdís.

Kommon. Það stór sér á samfélaginu eftir ofurstjórn Sjálfstæðisflokksins. Endalaust tal um skattalækkanir passa ekki í raunveruleikann. Þórdís og fleiri ákváðu að lækka bankaskattinn stórlega. Bankarnir eru að springa undan peningum. Allt er gert til að þeir græði sem mest. Og svipað má segja um stórútgerðina. Lýðveldið Ísland er vanfjármagnað. Okkur vantar peninga hið fyrsta. Innviðir eru að hrynja.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verður að vera af­ger­andi val­kost­ur fyr­ir þá Íslend­inga sem deila þeirri trú að framtíð Íslands sé best borgið á grund­velli víðsýnn­ar og þjóðlegr­ar fram­fara­stefnu sem gæti hags­muna okk­ar allra,“ svona enda skrif Þórdísar K.R.

Auðvitað veit ég það ekki en mér finnst sem lyklaborðið ráðherrans og varaformannsins hafi verið sett á sjálfstýringu og sótt eins mikið af blabla og hægt var.