Segir Sjálfstæðisflokkinn vera valkost
Stjórnmál
„Í lok nóvember verður gengið til kosninga. Þá munu Íslendingar nýta lýðræðislegt frelsi sitt til þess að velja sér forystufólk þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mun nú eins og alltaf áður vera skýr valkostur þeirra sem vilja standa vörð um frelsið. Frelsi til athafna, tjáningar og atvinnu. Frelsi til að fylgja eigin sannfæringu og taka sjálf ákvarðanir um eigið líf. Frelsi til að ráða okkur sjálf. Skýr valkostur á móti þeim sem tala fyrir stjórnlyndi, hærri sköttum og óþarfa reglubyrði sem snýst um sjálfa sig,“ skrifar Þórdís Kolbrún í Mogga morgundagsins.
Eflaust hljómar þetta sem dýrðar tónverk hjá einhverjum kjósendum. Þeir samt fækkandi.
„Sjálfstæðisflokkurinn er valkostur gegn þeim sem tala aðallega fyrir því sem aflar vinsælda hverju sinni – hvort sem það eru innihaldslausar upphrópanir um aðför að fullveldinu eða glamur um meinta skynsemi sem takmörkuð skynsemi er í,“ skrifar varaformaðurinn Þórdís.
Kommon. Það stór sér á samfélaginu eftir ofurstjórn Sjálfstæðisflokksins. Endalaust tal um skattalækkanir passa ekki í raunveruleikann. Þórdís og fleiri ákváðu að lækka bankaskattinn stórlega. Bankarnir eru að springa undan peningum. Allt er gert til að þeir græði sem mest. Og svipað má segja um stórútgerðina. Lýðveldið Ísland er vanfjármagnað. Okkur vantar peninga hið fyrsta. Innviðir eru að hrynja.
„Sjálfstæðisflokkurinn verður að vera afgerandi valkostur fyrir þá Íslendinga sem deila þeirri trú að framtíð Íslands sé best borgið á grundvelli víðsýnnar og þjóðlegrar framfarastefnu sem gæti hagsmuna okkar allra,“ svona enda skrif Þórdísar K.R.
Auðvitað veit ég það ekki en mér finnst sem lyklaborðið ráðherrans og varaformannsins hafi verið sett á sjálfstýringu og sótt eins mikið af blabla og hægt var.