Björn Leví Gunnarsson skrifar:
Gömul frétt, en hún dúkkaði upp hjá mér og þá rifjaðist þetta upp: „Sigmundur Davíð segir að hann sjálfur hafi aldrei þegið neinar greiðslur frá Alþingi vegna húsnæðis þrátt fyrir að hann eigi rétt á að fá 134.041 krónur á mánuði í húsnæðis- og dvalarkostnað.“ Samt stendur á síðu þingmannsins SDG.
- „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla 134.041 kr.“
- Og frá 2013:
- Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla
- 2019: 402.123
- 2018: 1.565.197
- 2017: 1.608.492
- 2016: 1.608.492
- 2015: 1.576.800
- 2014: 1.545.600
- 2013: 1.011.538
Þess má geta að þegar SDG sagðist ekki þiggja þessar greiðslur, þá hugsaði ég; „frábært, en af hverju þarf ég að treysta því að hann segi satt og rétt frá?“ Þess vegna, meðal annars, fór ég að spyrja um starfskostnað þingmanna. Í þeim svörum kom fram að SDG var vissulega að fá greiðslur vegna húsnæðis frá Alþingi. Þetta „frábæra“ var því bara lygi og sýnir svart á hvítu af hverju það þarf að vera gagnsæi um störf þingmanna.
Aukaafurðin af þessum spurningum, sem flettu ofan af þessari lygi, voru spurningar um akstursgreiðslur. Það kom í ljós að þær voru ansi háar hjá sumum. Svo háar að þær virtust augljóslega brjóta reglur um akstursgreiðslur þingmanna.
Það ber auðvitað að taka fram að SDG braut engar reglur með því að þiggja húsnæðisstyrk, nema kannski siðferðisreglur auðvitað, þar sem það hlýtur að vera brot á slíkum reglum að ljúga að kjósendum. Spurning hvort þetta lendi í siðaregluferli. Þær voru þó ekki samþykktar fyrr en 16. mars 2016.
- „Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar:
- a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika
- c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni
- d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti
- g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi“