- Advertisement -

Segir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins berj­ast um á hæl og hnakka til varnar launaþjófnaði

Flest­ir þeirra sparka ekki fólki úr vinnu fyr­ir að standa í kjara­deil­um.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar fína grein í Moggann í dag. Þar undrar hún sig á afstöðu Samtaka atvinnulífsins til launaþjófnaðar og efast um að afstaðan sé flestum atvinnurekendum í hag.

Sólveig Anna segir þetta, sem dæmi í langri grein sinni:

„Það er ár­ang­ur af langri bar­áttu verka­fólks að flest­ir ís­lensk­ir at­vinnu­rek­end­ur greiða laun og virða rétt­indi í sam­ræmi við kjara­samn­inga. Flest­ir þeirra þröngva ekki starfs­fólki í ósamþykkt leigu­hús­næði og kúga svo út úr því stórar fjárhæðir. Flest­ir þeirra sparka ekki fólki úr vinnu fyr­ir að standa í kjara­deil­um. Flest­ir þeirra kunna að meta þann stöðug­leika sem lang­ir kjara­samn­inga veita og hafa upp­sögn þeirra ekki í flimt­ing­um.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er allra hag­ur að upp­ræta þá mein­semd.

Reynsla Efl­ing­ar er að flest­ir at­vinnu­rek­end­ur treysta sér til að fara eft­ir sett­um lög­um og gerðum kjara­samn­ing­um, jafn­vel þótt þeir kunni að vera ósam­mála verka­lýðshreyf­ing­unni um margt og myndu gjarn­an vilja hafa kjara­samn­inga og lög um vinnu­markað með öðru sniði.

Sú spurn­ing hlýt­ur að vakna hvort varn­ir Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fyr­ir hvers kyns brot­a­starf­semi og samn­ings­rof­um séu hag­ur at­vinnu­rek­enda og hvort þessi afstaða sam­tak­anna end­ur­spegli vilja at­vinnu­rek­enda.

Eins og staðan er í dag leggst kostnaður­inn af brot­a­starf­semi og lög­brot­um óheiðarlegra at­vinnu­rek­enda beint eða óbeint á alla at­vinnu­rek­end­ur. Starfs­manna­leig­ur sem ástunda man­sal og nauðung­ar­vinnu koma óorði á heilu at­vinnu­grein­arn­ar. Launa­kostnaður launaþjófa er á end­an­um iðulega greidd­ur úr Ábyrgðarsjóði launa, sem all­ir at­vinnu­rek­end­ur greiða í. Ófriðarbrölt ein­stakra stór­fyr­ir­tækja gagn­vart end­ur­nýj­un kjara­samn­inga og lag­aramma vinnu­markaðar­ins ógn­ar á end­an­um öll­um at­vinnu­rek­end­um.

At­vinnu­rek­end­ur al­mennt, sér í lagi þeir sem eru fær­ir um að fara eft­ir regl­um eins og aðrir sam­fé­lagsþegar, hafa ekki hag af því að heild­ar­sam­tök þeirra tali fyr­ir brot­a­starf­semi og samn­ings­rof­um. Það er allra hag­ur að upp­ræta þá mein­semd. Það er á end­an­um ráðgáta hvers vegna Sam­tök at­vinnu­lífs­ins berj­ast um á hæl og hnakka gegn því.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: