„Þessa dagana erum við nefnilega að verða vitni að því hvernig reynt er að myrða mannorð með arði af sameiginlegum auðlindum í siðleysisvörn vegna siðlausra verka. Vinnubrögðin voru opinberuð í samskiptahópnum PR Namibía og tengjast beint stærstu útgerð Íslands, Samherja. Vinnubrögðin voru líka opinberuð í fréttaflutningi Stundarinnar, Kveiks, Al Jazeera og The Namibian fyrir einu og hálfu ári síðan. Vandinn er kerfislægur og birtist okkur reglulega í einstökum siðferðislegum álitaefnum eins og Samherjamálinu, Landsréttarmálinu, uppreist æru, í Ásmundarsal, í ráðningu ráðuneytisstjóra, á Klausturbar, í Glitnisskjölunum, Panama-skjölunum og í fullt af öðrum einstökum málum,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, meðal annars í ræðu sinni í umræðu um traust á stjórnmálum og stjórnssýslu. Björn Leví var upphafsmaður umræðunnar.