„Það er ömurlegt að flokkar sem eiga ekkert pólitískt erindi skuli ná að sameinast um að reyna ítrekað, jafnvel með löglausum gjörningum, að vega að undirstöðum lýðræðisins og réttarríkisins hér á landi,“ skrifar Davíð í leiðara dagsins.
Hann segir Samfylkingu og VG, hafi látið; „…sig þá hafa það að skipa stjórnlagaráð í staðinn og velja í það fulltrúana sem „kosnir“ höfðu verið í ólöglegu kosningunni.“
Eins segir í leiðaranum:
„Íslenska stjórnarskráin á sér langa og farsæla sögu og var samþykkt hér um bil mótatkvæðalaust í þjóðaratkvæði þar sem nánast allir landsmenn nýttu atkvæðisrétt sinn.“
Þá er gott að rifja upp að núverandi eigendur Moggans reka blaðið til að forðast inngöngu í Evrópusambandið, að hér verði tekin upp önnur mynt, að kvótakerfinu verði ekki breytt og til varnar stjórnarskránni. Allur þeirra vilji hefur gengið eftir.
-sme