- Advertisement -

Segir ríkisstjórnina skakklappast áfram

„Með VG innan ríkisstjórnarinnar hafi einhvern veginn tekist að minnka einhvern skaða einhverrar annarrar ríkisstjórnar en þeirrar sem hefur verið.“

Björn Leví Gunnarsson.

Alþingi „Margir hafa sett ýmsar spurningar við ríkisstjórnarsamstarfið að undanförnu enda er langt að leita að ríkisstjórnarsamstarfi sem er í rauninni lokið með jafn löngum fyrirvara og raun ber vitni núna. Það vita það bókstaflega allir sem vilja vita það að núverandi ríkisstjórnarsamstarf er ekki að fara að halda áfram eftir næstu kosningar, sama hvernig þær fara. En áfram skröltir ríkisstjórnin samt,“ segir Björn Leví Gunnarsson á Alþingi.

„Lýðræðið í Evrópu, eins undarlegt og það er kannski þar, sækir sér þó alla vega umboð þegar augljóslega er þörf á því eins og Íhaldsflokkurinn í Bretlandi eða Macron í Frakklandi, svo bent sé á augljós dæmi.

En þrátt fyrir þessa augljósu útför ríkisstjórnarinnar sem skakklappast áfram eins og einhver uppvakningur eftir Covid-kosningarnar, þá er enginn skortur á sjálfsvarnartilburðum ríkisstjórnarinnar á mjög mismunandi forsendum þó og allar eru þær augljós gaslýsing; afsakanir um að fólk sjái ekki hvað allt er æðislegt og hvað það væri hryllilegt án tilvist þessara flokka í ríkisstjórn.“

Tilvist þeirra í ríkisstjórn var því skaðaaukandi…

Björn Leví Gunnarsson hélt áfram:

„Það er merkilegasta afsökunin þegar allt kemur til alls, sú sem er kennd við skaðaminnkun, þ.e. að án Vinstri grænna hefði verið miklu verri ríkisstjórn. Með VG innan ríkisstjórnarinnar hafi einhvern veginn tekist að minnka einhvern skaða einhverrar annarrar ríkisstjórnar en þeirrar sem hefur verið. Mér finnst þetta rosalega merkileg fullyrðing og velti fyrir mér hvernig í ósköpunum framsögumönnum þessarar skaðaminnkunar innan ríkisstjórnarinnar datt þetta í hug. Það má vel vera að þau mál sem ríkisstjórnarflokkarnir lögðu á borðið hafa verið skaðaminnkandi á einhvern hátt.

En ég myndi halda því fram að ef VG hefði t.d. verið í stjórnarandstöðu, þá hefðu þessi mál ekki einu sinni farið í gegn. Tilvist þeirra í ríkisstjórn var því skaðaaukandi með tilliti til þessara mála. Það voru einfaldlega gerðar málamiðlanir sem hefðu aldrei getað gengið upp nema af því að VG snerist gegn eigin sannfæringu í þeim málum. Samkvæmt stjórnarskrá er einmitt eina krafan sem er gerð til þingmanna að fylgja eigin sannfæringu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: