- Advertisement -

Segir ríkissjóð vera millileik

„Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir að hæstvirtur forseti hafi verið jafn undrandi og ég þegar háttvirtur þingmaður, Árni Páll Árnason reyndi eina ferðina enn, að koma því inn hjá fólki að þessi ríkisstjórn hefði lofað því að það ætti að kosta ríkið 300 milljarða að leiðrétta lánin þegar við erum búin að reyna að útskýra það árum saman fyrir hváttvirtum þingmanni og félögum hans að það væri ekki jafn dýrt og háttvirtur þingmaður hélt að leiðrétta lánin og koma til móts við fólk,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þegar hann svaraði Árna Páli Árnasyni um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldaleiðréttingunum.

Árni Páll sagði forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa kynnt útfærslur á tillögum ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu húsnæðislána og sagði: „Það fékkst staðfest sem við höfðum fengið að sjá fyrr í vetur að í stað þess að kosningaloforð um 300 milljarða frá hrægömmum væri efnt er okkur boðið upp á 70 milljarða leiðréttingaraðgerð fjármagnaða af almennu skattfé. Það er þá endanlega orðið ljóst.“

Sem fyrr neitaði forsætisráðherra að hafa lofað 300 milljörðum til leiðréttinga. En Árni Páll nefndi að nú komi peningarnir af skattfé, ekki frá kröfuhöfum í föllnu bankanna.

„Hér er ákveðinn millileikur þangað til það svigrúm myndast sem ég held að hvæstvirtur þingmaður sé meira að segja, eins og aðrir, farinn að viðurkenna að verði til. En hvernig er bilið brúað?  Er það ekki meðal annars með skattlagningu sem hvsætvirtur þingmaður og sú ríkisstjórn sem hann átti aðild að lét algjörlega hjá líða að ráðast í? Hann sleppti meðal annars slitabúinu og þar með talið auðvitað kröfuhöfunum, vogunarsjóðunum sem eiga þær kröfur, algjörlega við skattlagningu. Miðað við röksemdafærslu síðustu ríkisstjórnar um að það sem ekki er skattlagt sé gjöf til þeirra sem ekki eru skattlagðir hefur síðasta ríkisstjórn gefið þessum aðilum yfir 100 milljarða kr. af almannafé.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: